Færsluflokkur: Bloggar

vegamál og samgöngur

Vegamál 

Undanfarin misseri  hafa Spalar menn óskað eftir nýjum göngum vegna aukins umferðar....  bíddu ég hélt að vandamálið væri bara 5-6 föstudaga og sunnudagar í  júlí, ágúst.  Vandamálið er ekki göngin heldur rukkunin, ef það væri bara frítt þá myndi þetta ganga mun betur, eða menn verða bara bæta við fleiri hliðum, -eins og er gert í útlöndum... fleiri hlið sem eru opin á álagstímum..

Síðan er talað um tvöfalda veg (2+2) til Selfossar, gera menn sér grein fyrir því að þarna á milli Hveragerðis og Selfossar eru núna á milli 20 og 30  afleggjarar frá ýmsum bæum og tengileiðum, á að setja mislæg gatnamót fyrir alla þessara afleggjara?  Nei það gengur ekki, þess vegna er 2+1 vegur mun skynsamlegri.  Þessi leið mun alltaf vera erfið úrlausnar vegna þessa og það munu verða mörg hringtorg á þessari leið.  2+2 leið er alltaf mun einfaldari þegar leið er ný eða mjög fáir afleggjarar eru, eins og á Keflavíkurvegi...yfirleitt eru 2+2 vegir gerðir sem nýir vegir, ekki einhver viðbót.

Sundabraut, göng er rugl, allt of dýr og hentugust fyrir þá sem búa í 101 og neðar... fyrir þá sem búa í 109+ þá er gangnaleiðin betri og að sjálfsögðu mun ódýrari. 6-8 milljarðar eru svo sem engir smáaurar á tímum sem einstaklingar eru beðnir um "að herða sultarólina" ....

Síðan vantar ofanbyggðar veg fyrir ofan Reykjavík, hversvegna eiga suðurnesjamenn og Hafnfirðingar að þurfa aka í gegnum , Garðabæ, Kópavog og Reykjavík til að fara á suðurlandið.. Hversvegna þarf að troða allri umferð í gegnum höfðuborgarsvæðið í stað kringum það? Best væri ef síðan væri afleggjarar yfir í Garðabæ/Kóp og Rey... það myndi létta umferðarálagið á morgnana...


Hvalveiðar -seljum kvótann til hvalfriðunarsinna

Ég ætla að leggja til að Íslendingar setji kvóta á hvalveiðar og selji kvótann. Og hverjir ætti að kaupa hann ? Jú auðvitað hvalafriðunarsinnar, þannig gætu þeir sýnt vilja í verki.  Fyrir auranna væri hægt að styðja Kristján í Hval í að koma sér út úr greininni sem og aðra hrefnuveiðimenn.

Þetta yrði gott umhverfis PR fyrir íslenska ríkið, einfalt í framkvæmd, hvalaskoðendur og hvalfriðunarsinnar yrðu glaðir og Paul "Whats"on myndi hætta að koma. 

Íslendingar munu væntanlega aldrei aftur að fá að veiða hvali í friði fyrir verndunarsinnum. Við erum of auðvelt skotmark fyrir þá. Þetta eru þrælskipulögð samtök og þeir hafa gríðalegan "lobbyismakraft" og geta auðveldlega komið þeim skilaboðum að "boycotta" allar íslenskar vörur.

 


Það þurfti heila nefnd til að komast að þessu?

Var þetta ekki allan tímana augljóst? það verður að lækka gjöld og skatta á t.d. loftbóludekk og harðkornadekk.  Nagladekkinn eru mun ódýrari en þessi dekk.  Hér þarf að neyslustýra... þó að ég sé í prinsippinnu ekki sammála því. En þetta er umhverfismál og hlýtur að vera ódýrara þegar til lengra er litið, (betri vegir/ minna svifryk)
mbl.is Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggið

Jæja þá verður maður að byrja að blogga eins og aðrir.  Handboltinn í gær var ótrúlegur og ég gat eiginlega ekki sofnað fyrr en mjög seint og svaf illa,  eins og margir aðrir karlmenn að mér skilst.

en ég fékk meil frá dönsku vinafólki sem segir allt sem segja þarf...

Subject: Håndbold
 

UNDSKYLD!!!!!

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband